Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fim 18. ágúst 2022 11:30
Innkastið
„Þetta er gæi sem Valur þarf eiginlega að fara alveg 'all-in' í"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Þór Sigurgeirsson, leikmaður Keflavíkur, verður samningslaus eftir tímabilið. Hann er 22 ára vinstri bakvörður sem var nálægt því að fara í atvinnumennsku í fyrra en það gekk ekki upp vegna meiðsla.

Áhugi er á Rúnari erlendis frá og Keflvíkingar hafa staðfest að íslensk félög hafi sett sig í samband við leikmanninn.

En hvaða íslensku félög gætu það verið? Þeir Elvar Geir, Sæbjörn Steinke og Tómas Þór veltu því fyrir sér í Innkastinu.

„Erum við að tala um Víking, Breiðablik og Val," velti Sæbjörn fyrir sér.

„Ekki Víking, eða jú kannski ef það á að færa Loga (Tómasson) framar. Víkingur hlýtur að reyna," sagði Tómas sem er stuðningsmaður Víkings. „Valur 100% og svo er spurning hvort Blikar leyfi Davíð Ingvars að fara."

„Rúnar er varla bakvörður eins og hann spilar hjá Keflavík. Hann er alltaf við það vera fremsti maður hann er það sókndjarfur," sagði Sæbjörn.

„Hann er drullugóður leikmaður," sagði Elvar. „Þetta er gæi sem Valur þarf eiginlega að fara alveg 'all-in' í. Það er svona opnasta staðan fyrir hann þar," sagði Tómas.

Rúnar var spurður út í sína framtíð í viðtali eftir leik Keflavíkur og KR á mánudag.

„Ég tek einn leik í einu og fókusa á það sem ég er að gera núna. Ég er í Keflavík núna og þar er fókusinn núna," sagði Rúnar.
Rúnar Þór: Var að detta einn í gegn og ég þurfti að taka hann niður
Innkastið - Hnífjafn toppslagur og ójafnt stríð
Athugasemdir
banner
banner