Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
   mið 18. september 2019 19:24
Sverrir Örn Einarsson
Davíð Þór: Vona að þeir sakni mín ekki of mikið
Davíð Þór Viðarson.
Davíð Þór Viðarson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Davíð Þór Viðarson fyrirliði FH tilkynnti nú í vikunni að hann hyggðist setja skónna upp í hillu þegar tímabilinu lýkur í Pepsi Max deildinni þetta haustið.

Davíð var meðal varamanna FH þegar liðið lagði ÍBV 6-4 í vægast sagt ótrúlegum leik en kom ekkert við sögu,

Lestu um leikinn: FH 6 -  4 ÍBV

„Þetta er bara eitthvað sem maður þarf að venja sig á. Það var reyndar bara mjög þægilegt framan af og við spiluðum virkilega vel en svo gáfum við heldur betur eftir.“

Sagði Davíð aðspurður hvernig hefði verið að fylgjast með leiknum af hliðarlínunni.

Eins og áður sagði mun Davíð hætta að loknu þessu tímabili. Hefur þessi ákvörðun verið lengi í gerjun eða kom þetta upp með skömmum fyrirvara,

„Ég var nú búinn að ákveða þetta fyrir dálítið löngu síðan einhvertíman í byrjun móts eða fyrir mót að þetta yrði að öllum líkindum síðasta tímabilið mitt og var orðinn alveg ákveðinn í þvi fyrir nokkrum vikum síðan.“

Davíð hefur um árabil verið einn besti miðjumaður deildarinnar og verða miðjumenn deildarinnar eflaust fegnir að þurfa ekki að mæta honum á vellinum næsta sumar.

„Já það er örugglega mismunandi. Það eru margir sem fannst örugglega fínt að spila á móti mér en maður hefur á þessum ferli náð að vinna marga titla og þar af leiðandi mikið af leikjum og auðvitað pirrandi að spila á móti liðum og mönnum sem vinna mikið af leikjum en ég vona að þeir sakni mín ekki of mikið“

Sagði Davíð Þór Viðarson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner