Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   mið 18. september 2019 19:24
Sverrir Örn Einarsson
Davíð Þór: Vona að þeir sakni mín ekki of mikið
Davíð Þór Viðarson.
Davíð Þór Viðarson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Davíð Þór Viðarson fyrirliði FH tilkynnti nú í vikunni að hann hyggðist setja skónna upp í hillu þegar tímabilinu lýkur í Pepsi Max deildinni þetta haustið.

Davíð var meðal varamanna FH þegar liðið lagði ÍBV 6-4 í vægast sagt ótrúlegum leik en kom ekkert við sögu,

Lestu um leikinn: FH 6 -  4 ÍBV

„Þetta er bara eitthvað sem maður þarf að venja sig á. Það var reyndar bara mjög þægilegt framan af og við spiluðum virkilega vel en svo gáfum við heldur betur eftir.“

Sagði Davíð aðspurður hvernig hefði verið að fylgjast með leiknum af hliðarlínunni.

Eins og áður sagði mun Davíð hætta að loknu þessu tímabili. Hefur þessi ákvörðun verið lengi í gerjun eða kom þetta upp með skömmum fyrirvara,

„Ég var nú búinn að ákveða þetta fyrir dálítið löngu síðan einhvertíman í byrjun móts eða fyrir mót að þetta yrði að öllum líkindum síðasta tímabilið mitt og var orðinn alveg ákveðinn í þvi fyrir nokkrum vikum síðan.“

Davíð hefur um árabil verið einn besti miðjumaður deildarinnar og verða miðjumenn deildarinnar eflaust fegnir að þurfa ekki að mæta honum á vellinum næsta sumar.

„Já það er örugglega mismunandi. Það eru margir sem fannst örugglega fínt að spila á móti mér en maður hefur á þessum ferli náð að vinna marga titla og þar af leiðandi mikið af leikjum og auðvitað pirrandi að spila á móti liðum og mönnum sem vinna mikið af leikjum en ég vona að þeir sakni mín ekki of mikið“

Sagði Davíð Þór Viðarson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner