Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mið 18. september 2019 19:24
Sverrir Örn Einarsson
Davíð Þór: Vona að þeir sakni mín ekki of mikið
Davíð Þór Viðarson.
Davíð Þór Viðarson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Davíð Þór Viðarson fyrirliði FH tilkynnti nú í vikunni að hann hyggðist setja skónna upp í hillu þegar tímabilinu lýkur í Pepsi Max deildinni þetta haustið.

Davíð var meðal varamanna FH þegar liðið lagði ÍBV 6-4 í vægast sagt ótrúlegum leik en kom ekkert við sögu,

Lestu um leikinn: FH 6 -  4 ÍBV

„Þetta er bara eitthvað sem maður þarf að venja sig á. Það var reyndar bara mjög þægilegt framan af og við spiluðum virkilega vel en svo gáfum við heldur betur eftir.“

Sagði Davíð aðspurður hvernig hefði verið að fylgjast með leiknum af hliðarlínunni.

Eins og áður sagði mun Davíð hætta að loknu þessu tímabili. Hefur þessi ákvörðun verið lengi í gerjun eða kom þetta upp með skömmum fyrirvara,

„Ég var nú búinn að ákveða þetta fyrir dálítið löngu síðan einhvertíman í byrjun móts eða fyrir mót að þetta yrði að öllum líkindum síðasta tímabilið mitt og var orðinn alveg ákveðinn í þvi fyrir nokkrum vikum síðan.“

Davíð hefur um árabil verið einn besti miðjumaður deildarinnar og verða miðjumenn deildarinnar eflaust fegnir að þurfa ekki að mæta honum á vellinum næsta sumar.

„Já það er örugglega mismunandi. Það eru margir sem fannst örugglega fínt að spila á móti mér en maður hefur á þessum ferli náð að vinna marga titla og þar af leiðandi mikið af leikjum og auðvitað pirrandi að spila á móti liðum og mönnum sem vinna mikið af leikjum en ég vona að þeir sakni mín ekki of mikið“

Sagði Davíð Þór Viðarson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner