Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mið 18. september 2019 19:36
Sverrir Örn Einarsson
Ian Jeffs: Leit skelfilega út fyrir okkur
Ian Jeffs þjálfari ÍBV
Ian Jeffs þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var vægast sagt markaveisla í Kaplakrika í dag þegar ÍBV fór í heimsókn til FH í Pepsi Max deildinni. Hvorki fleiri né færri en 10 mörk litu dagsins ljós í 6-4 sigri FH en staðan var 4-1 í hálfleik fyrir FH sem komst svo í 6-1 eftir klukkustundar leik. Þá hrukku Eyjamenn í gang og klóruðu í bakkann og lokatölur 6-4 eins og áður sagði.

Lestu um leikinn: FH 6 -  4 ÍBV

„10 marka leikur. Þetta leit út eftir 55-60 mínútur eins og við myndum tapa 10-1, leit skelfilega út fyrir okkur en hrós bara á liðið fyrir að sýna sterkan karakter og klárað leikinn vel og skorað þrjú mörk í seinni hálfleik og hleypa smá spennu í leikinn.“

Sagði Ian Jeffs annar þjálfara ÍBV eftir þennan skrautlega fótboltaleik.

Eyjamenn standa í þjálfaraleit fyrir næsta tímabil. Ian Jeffs hefur áður gefið það út að hann sjái ekki fyrir sér að halda áfram með liðið að tímabili loknu. En er það alveg öruggt að hann haldi ekki áfram sem þjálfari eða partur af teyminu?

„Ég verð ekki áfram með liðið. Ég er búinn að segja það tvisvar eða þrisvar. En ég get ekki svarað því hvort ég verði áfram í teyminu eða ekki en það er eitthvað sem mun bara koma í ljós á næstu dögum eða vikum.“

Sagði Ian Jeffs að lokum en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner