Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 18. september 2020 15:11
Magnús Már Einarsson
Anna Björk til Le Havre (Staðfest)
Anna Björk Kristjánsdóttir.
Anna Björk Kristjánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Franska úrvalsdeildarliðið Le Havre hefur keypt landsliðskonuna Önnu Björk Kristjánsdóttur frá Selfossi.

Le Havre keypti Berglindi Björg Þorvaldsdóttur frá Breiðabliki á dögunum og nú hefur félagið einnig keypt Önnu.

Anna og Berglind voru einnig á sama tíma á mála hjá PSV Eindhoven í Hollandi í fyrra. Anna kom til Selfyssinga síðastliðið vor.

„Ég vil þakka Selfyssingum fyrir sumarið og fyrir að hafa fengið að kynnast því frábæra starfi sem er í gangi á Selfossi. Þetta var stuttur en gefandi tími og það er virkilega erfitt að kveðja á þessum tímapunkti," sagði Anna Björk á Facebook síðu Selfyssinga.

„Ég er þakklát Selfossi fyrir að hafa staðið við bakið á mér og hjálpað mér að grípa tækifærið að spila í frönsku deildinni. Þá vil ég einnig þakka liðinu, þjálfarateyminu, fólkinu í kringum klúbbinn og stuðningsmönnum fyrir sumarið og óska þeim góðs gengis í þeim verkefnum sem framundan eru. Áfram Selfoss!“

Anna er annar leikmaðurinn sem fer frá Selfossi í vikunni en Hólmfríður Magnúsdóttir fór í fyrradag til Avaldsnes í Noregi. Selfoss er í 4. sæti í Pepsi Max-deildinni en liðið mætir Breiðabliki í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í nóvember.
Athugasemdir
banner
banner
banner