Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 18. september 2020 20:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Saliba lék með varaliði Arsenal - Balogun skoraði
William Saliba og Folarin Balogun voru í byrjunarliði U23 liðs Arsenal sem mætti Brighton í varaliðsdeildinni.

Saliba var keyptur til Arsenal á síðasta ári en lék að láni hjá Saint-Etienne á síðustu leiktíð. Einhverjir Arsenal menn bjuggust við því að sjá hann byrja gegn Fulham um síðustu helgi í fyrsta deildarleiknum en Saliba var ekki í hópnum.

Hann lék allan leikinn með U23 liðinu í dag í leik sem endaði með 2-2 jafntefli. Aðallið Arsenal mætir West Ham annað kvöld í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Balogun skoraði annað mark Arsenal í leiknum en hann hefur verið undir smásjá Sheffield United og Southampton. Arsenal hefur neitað nokkrum tilboðum í þennan 19 ára sóknarsinnaða leikmann.
Athugasemdir
banner
banner