Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. september 2020 22:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Southgate og knattspyrnusambandið mjög ósátt eftir ásakanir Solskjær
Greenwood og Foden.
Greenwood og Foden.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, er reiður vegna þeirra ummæli sem Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, lét falla um valið á Mason Greenwood fyrir landsleikina gegn Íslandi og Danmörku fyrr í mánuðinum.

Sjá einnig:
Solskjær vildi ekki að Greenwood myndi fara til Íslands

Enska knattspyrnusambandið er einnig ósátt vegna ummæla Solskjær og fjallar Daily Mail um málið nú í kvöld.

Solskjær sagði að það hefði átt að vernda Greenwood og sleppa því að velja hann í landsliðshópinn. Greenwood, eins og flestir vita, var sendur heim með skömm eftir að hafa brotið reglur þegar hann ásamt liðsfélaga sínum, Phil Foden, bauð íslenskum stelpum upp á hótelherbergi til sín.

Solskjær segir að United hafi beðið um að Greenwood yrði ekki í hópnum svo hann gæti hvílt eftir langt tímabil með United. Solskjær er einnig ósáttur við skort af vernd sem Greenwood fékk gagnvart fjölmiðlum frá sambandinu. Solskjær sagði þá að kannski hefði hann átt að fá númerið hjá Southgate og biðja hann persónulega um að velja ekki Greenwood.

Knattspyrnusambandið og Southgate voru hissa að heyra þessi ummæli frá Solskjær. Rætt hafi verið um hvort það væri í lagi að velja leikmanninn í hópinn og enginn sett út á það val. Sambandið segir að United hafi verið upplýst um að Greenwood færi í viðtöl í kringum landsliðsverkefnið og furðar sig þá á því að Solskjær sé ekki með númerið hjá landsliðsþjálfaranum.

Southgate er að lokum mjög ósáttur við ásakanir Solskjæ og sérstaklega eftir að hafa varið Harry Maguire, fyrirliða Manchester United, eftir uppákomu hans á Mykonos í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner