Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
   mán 18. september 2023 21:04
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Mögnuð byrjun Girona heldur áfram
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Granada 2 - 4 Girona
0-1 Viktor Tsygankov ('22)
0-2 Savio ('31)
0-3 David Lopez ('34)
1-3 Myrto Uzuni ('63)
2-3 Lucas Boye ('85)
2-4 Yan Cuoto ('89)


Granada og Girona áttust við í eina leik kvöldsins í spænsku deildinni og voru gestirnir frá Girona komnir í þriggja marka forystu fyrir leikhlé.

Heimamönnum í Granada tókst að minnka muninn niður í eitt mark í síðari hálfleik en þá skoraði Yan Cuoto síðasta mark leiksins. Lokatölur urðu því 2-4 og deilir Girona öðru sæti spænsku deildarinnar með Barcelona. Bæði lið eiga 13 stig eftir 5 umferðir og eru tveimur stigum eftir toppliði Real Madrid sem er með fullt hús stiga. 

Girona er í eigu City Football Group og er því í nánum tengslum við Manchester City. Liðið er aðeins með Cuoto á láni frá Man City en það var annar leikmaður sem skoraði í dag sem hefur verið eyrnamerktur fyrir Englandsmeistarana.

Sá heitir Sávio, og er stundum kallaður Savinho. Hann er hjá Girona á láni frá franska félaginu Troyes - sem er einnig partur af City Football Group


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 13 10 2 1 28 12 +16 32
2 Barcelona 13 10 1 2 36 15 +21 31
3 Villarreal 13 9 2 2 26 11 +15 29
4 Atletico Madrid 13 8 4 1 25 11 +14 28
5 Betis 13 5 6 2 20 14 +6 21
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Getafe 13 5 2 6 12 15 -3 17
8 Athletic 13 5 2 6 12 17 -5 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Real Sociedad 13 4 4 5 17 18 -1 16
11 Elche 13 3 7 3 15 16 -1 16
12 Celta 13 3 7 3 16 18 -2 16
13 Vallecano 13 4 4 5 12 14 -2 16
14 Alaves 13 4 3 6 11 12 -1 15
15 Valencia 13 3 4 6 12 21 -9 13
16 Mallorca 13 3 3 7 13 20 -7 12
17 Osasuna 13 3 2 8 10 16 -6 11
18 Girona 13 2 5 6 12 25 -13 11
19 Levante 13 2 3 8 16 24 -8 9
20 Oviedo 13 2 3 8 7 20 -13 9
Athugasemdir
banner
banner