Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   sun 18. október 2020 18:44
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Tottenham og West Ham: Harry Kane bestur
Tottenham og West Ham gerðu magnað jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Tottenham komst í þriggja marka forystu eftir 16 mínútur og leiddi allt þar til á 82. mínútu. Hamrarnir komu þá til baka og náðu að jafna, lokatölur 3-3.

Harry Kane var maður leiksins enda lagði hann upp og skoraði tvö. Landsliðsfyrirliðinn komst nálægt því að fullkomna þrennuna en boltinn fór í stöngina.

Kane fær 8 í einkunnagjöf Sky Sports og er enginn annar leikmaður sem fær yfir 7 í einkunn. Son Heung-min skoraði og lagið upp en fær aðeins 7 fyrir sinn þátt.

Serge Aurier, Davinson Sanchez, Steven Bergwijn, Aaron Cresswell og Pablo Fornals þóttu verstir og fengu 5 í einkunn.

Tottenham: Lloris (6), Aurier (5), Alderweireld (6), Sanchez (5), Reguilon (6), Ndombele (6), Sissoko (6), Hojbjerg (7), Bergwijn (5), Kane (8), Son (7).
Varamenn: Bale (6), Winks (6)

West Ham: Fabianski (6), Ogbonna (6), Balbuena (6), Cresswell (5), Coufal (7), Rice (6), Soucek (6), Masuaku (6), Bowen (6), Antonio (7), Fornals (5).
Varamenn: Lanzini (7)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
10 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
13 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner
banner