Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 18. október 2020 07:00
Victor Pálsson
Engin afsökun fyrir tapinu gegn Cadiz
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, segir að leikmenn liðsins geti ekki afsakað ansi óvænt 1-0 tap gegn Cadiz í gær.

Real spilaði leikinn á æfingavelli sínum í Madríd en Cadiz kom öllum á óvart og skoraði eina mark leiksins eftir 16 mínútur.

„Ef við hefðum fengið á okkur tvö eða þrjú mörk í fyrri hálfleik þá hefðum við ekki sagt neitt. Það er engin afsökun fyrir þessu," sagði Zidane.

„Það er engin útskýring á þessu, við erum ekki ánægðir með útkomuna en svona gerist í fótboltanum. Við byrjuðum leikinn ekki vel."

„Þetta var erfiður leikur alveg frá byrjun, við vorum aðeins betri í seinni hálfleik. Við komumst í raun aldrei almennilega í leikinn og áttum í vandræðum með að skapa færi."

Athugasemdir
banner
banner
banner