Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 18. október 2020 11:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristján telur EM-möguleika okkar 30-40 prósent
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

Það var mikið rætt um karlalandsliðið og síðasta verkefni liðsins. Við unnum Rúmeníu og mætum því Ungverjalandi í úrslitaleik um sæti á EM næsta sumar.

Kristján telur að það séu 30-40 prósent líkur á því að Íslandi komist í lokakeppni EM.

„Ég tel 60-70 prósent meiri möguleika á að Ungverjar vinni þennan leik. Leikurinn er náttúrulega spilaður í Ungverjalandi og þeir eru sterkari en Rúmenía," sagði Kristján.

„Þeir virðast vera komnir lengra en Rúmenía í að þróa sinn leik, þeir virðast vera miklu meira lið. Þeir skapa sér ekki mörg færi í leikjum, en færin sem þeir skapa eru mjög góð. Þeir sterkir í loftinu og jafnt lið, það verður erfitt fyrir íslenska liðið að loka á þá."

„Reynslan sem íslensku leikmennirnir eru komnir með, gamla bandið, það er ekki bara að þeir eru gamlir og hafa spilað þetta áður, þeir eru góðir í fótbolta enn þá. Það má ekki gleymast. Við erum líka með hörkugóða gæa sem eru á bekknum og tilbúnir að leysa þá af. Möguleikarnir að komast á EM eru 30-40 prósent, ég ætla ekki að fara lengra með það."

„Við þurfum að eiga mjög góðan leik. Ég treysti öllum sem koma að liðinu að leggja leikinn rétt upp. Gamla bandið ásamt fríðu föruneyti fer á EM, hvar sem það verður haldið og hvort það verður haldið. Við verðum að hugsa það þannig og þá hef ég trú á því að við klórum okkur í gegnum þennan leik."

Hlusta má á umræðuna í heild sinni hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Landsliðið, ástandið og enski
Athugasemdir
banner
banner
banner