Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 18. október 2021 14:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telja að Óli Kristjáns væri góður kostur sem yfirmaður knattspyrnumála
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson er ekki með starf sem fótboltaþjálfari í augnablikinu.

Hann var látinn fara frá Esbjerg í Danmörku fyrr á þessu ári. Ólafur var orðaður við Stjörnuna en talið er að hann sé áhugasamur um að starfa áfram erlendis ef tækifæri býðst.

Ólafur barst í tal í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag. Þar var talað um að hann yrði spennandi kostur í starf yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ þegar leitað verður að einstaklingi í það starf. Arnar Þór Viðarsson hefur gegnt því starfi samhliða starfi landsliðsþjálfara undanfarið.

„Hann sækist eftir því að halda áfram í Danmörku," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Tímabilið er nýbyrjað þar. Hann er að bíða eftir lausum störfum og er eðlilega ekki búinn að finna neitt því það er ekkert laust."

„Viljum við ekki, þegar Vanda (Sigurgeirsdóttir) er búinn að kynna sér starf yfirmanns knattspyrnumála, að ráða hann í það? Er hann ekki frábær kostur í það? Ég væri mjög til í að hafa hann yfir þessu," sagði Tómas og tóku Elvar Geir Magnússon og Sverrir Mar Smárason undir það.

„Fá prófessorinn í prófessora starfið. Starfstitlinum yrði bara breytt í prófessorinn," sagði Elvar Geir.

Hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Barist um bikar og landsliðsuppgjör
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner