Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 19. janúar 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Klopp sagði mér að ég væri betri en Salah"
Á góðri stundu í Dortmund. Zidan er hægra megin við Klopp.
Á góðri stundu í Dortmund. Zidan er hægra megin við Klopp.
Mynd: Getty Images
Mohamed Zidan var eitt sinn andlit egypska fótboltans. Hann vann með Jurgen Klopp hjá Borussia Dortmund og segir að Klopp hafi margtoft sagt við hann að hann væri betri en Mohamed Salah.

Zidan, sem er 38 ára, spilaði sem framherji á ferli sem endaði árið 2015. Hann lék meðal annars með Midtjylland, Mainz, Hamburg og Dortmund.

Hann vann með Klopp hjá bæði Dortmund og Mainz.

Zidan sagði við ON Sport: „Klopp sagði við mig 100 sinnum að ég væri betri en Salah, en ég þyrfti að vera meiri atvinnumaður."

„Klopp sagði við mig að ég væri með mikla hæfileika, en ég þyrfti að einbeita mér meira. Ef ég gerði það, þá gæti ég orðið einn besti leikmaður í heimi."

Zidan náði ekki alveg þeim hæðum sem fólk kannski bjóst við af honum. Á meðan hefur Salah orðið einn besti leikmaður í heimi á undanförnu árum, undir stjórn Klopp hjá Liverpool.

„Í dag er tími Mo Salah, hann er að gefa öllum Egyptum von," sagði Zidan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner