Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. janúar 2020 16:25
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Bayern skoraði fjögur í Berlín
Müller skoraði og lagði upp í sigrinum.
Müller skoraði og lagði upp í sigrinum.
Mynd: Getty Images
Hertha Berlin 0 - 4 FC Bayern
0-1 Thomas Müller ('60)
0-2 Robert Lewandowski ('73, víti)
0-3 Thiago Alcantara ('75)
0-4 Ivan Perisic ('84)

Staðan var markalaus í hálfleik er Hertha Berlin fékk margfalda Þýskalandsmeistara FC Bayern í heimsókn í dag.

Bæjarar skiptu um gír eftir leikhlé og skoraði Thomas Müller fyrsta mark leiksins á 60. mínútu. Þrettán mínútum síðar var Robert Lewandowski búinn að tvöfalda forystuna með marki úr vítaspyrnu og jafnaði hann um leið Timo Werner í markaskorun. Báðir eru þeir komnir með 20 mörk í deildinni.

Thiago Alcantara og Ivan Perisic kláruðu dæmið fyrir Bayern og fjórði sigur liðsins í röð staðreynd. Bayen er komið upp í annað sæti deildarinnar, fjórum stigum eftir toppliði Leipzig.

Hertha er með 19 stig eftir 18 umferðir, tveimur stigum frá fallsvæðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner