Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 19. febrúar 2021 15:09
Magnús Már Einarsson
Ísak áfram hjá ÍA á láni (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA hefur fengið miðjumanninn Ísak Snæ Þorvaldsson aftur á láni frá Norwich í Englandi.

Hinn 19 ára gamli Ísak var á láni hjá ÍA síðari hlutann á síðasta tímabili en hann spilaði þá sjö leiki í Pepsi Max-deildinni.

Hann fékk aftur félagaskipti til Englands á dögunum en nú er hann kominn aftur til ÍA á láni.

„Ég verð með ÍA þangað til í júní og reyni svo að fara á láni í Englandi," sagði ÍA við Fótbolta.net á dögunum.

Ísak, sem spilaði með yngri flokkum Aftureldingar, staldraði stutt við á láni hjá skoska liðinu St. Mirren á síðasta tímabili áður en hann fór svo til ÍA.

Ísak er samningsbundinn Norwich til 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner