Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. febrúar 2021 21:03
Victor Pálsson
Lengjubikarinn: Valur valtaði yfir Grindavík - Skoruðu átta mörk
Tryggvi skoraði tvö.
Tryggvi skoraði tvö.
Mynd: Valur
Valur 8 - 1 Grindavík
1-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson('6)
1-1 Sigurður Bjartur Hallsson('8)
2-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson('18)
3-1 Sigurður Egill Lárusson('23)
4-1 Sigurður Egill Lárusson('44)
5-1 Patrick Pedersen('62)
6-1 Kristófer Jónsson('66)
7-1 Kristinn Freyr Sigurðsson('86)
8-1 Arnór Smárason('90)

Valsmenn buðu upp á sýningu á heimavelli sínum í kvöld er liðið spilaði við Grindavik í Lengjubikar karla.

Valur vann KA í fyrstu umferð með einu marki gegn engu og áttu nóg af mörkum inni miðað við lokatölurnar í kvöld.

Tryggvi Hrafn Haraldsson og Sigurður Egill Lárusson skoruðu báðir tvennu er Íslandsmeistararnir unnu ótrúlegan 8-1 sigur.

Grindavík tókst að jafna metin í 1-1 snemma leiks en eftir það voru Valsmenn með öll völd á vellinum og skoruðu sjö mörk í viðbót.

Arnór Smárason komst einnig á blað hjá Val en hann gerði síðasta mark leiksins í blálokin.

Þetta var annað tap Grindavíkur í riðli 1 í A deild en liðið lá 2-0 fyrir HK í fyrstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner