Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 19. febrúar 2024 12:44
Elvar Geir Magnússon
Liverpool nú líklegast til að verða enskur meistari
Samkvæmt líkindareikningum gagna- og tölfræðifyrirtækisins Twenty First Group er Liverpool nú líklegast liða til að vinna enska meistaratitilinn.

Manchester City var talið líklegast en það breyttist eftir úrslit helgarinnar, þar sem Arsenal og Liverpool fögnuðu sigrum á meðan City gerði 1-1 jafntefli gegn Chelsea.

Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 57 stig og er einnig enn í baráttunni um að vinna deildabikarinn, FA-bikarinn og Evrópudeildina.

38% líkur eru taldar á að Liverpool verði Englandsmeistari, 37% á Manchester City og 25% á Arsenal.

Þá eru líkurnar á að Manchester United nái Meistaradeildarsæti búnar að aukast og eru nú taldar 28%.

98% líkur eru á að Sheffield United falli og 92% líkur á að Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley fylgi þeim niður.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner
banner