Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 19. mars 2023 15:23
Aksentije Milisic
Pope þarf að draga sig úr enska hópnum vegna meiðsla
Mynd: EPA

Nick Pope, markvörður Newcastle United, var valinn í enska landsliðshópinn á dögunum fyrir komandi leiki.


Hann hefur hins vegar verið að spila í gengum meiðsli í undanförnum leikjum með Newcastle og því hefur hann ákveðið að draga sig úr hópnum sem Gareth Southgate valdi.

Jordan Pickford og Aaron Ramsdale eru í hópnum en Fraser Forster, markvörður Tottenham Hotspur, kemur inn í hópinn í stað Pope.

Hinn þrítugi Pope hefur æft lítið að undanförnu og mun nú nota pásuna til að jafna sig. Hann var í markinu þegar Newcastle vann mikilvægan útisigur á Nottingham Forest í fyrradag.

Fraser Forster hefur spilað þrettán leiki fyrir Tottenham á þessu tímabili en hann er orðinn aðalmarkvörður liðsins eftir að fyrirliðinn Hugo Lloris meiddist.


Athugasemdir
banner
banner
banner