Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 19. apríl 2021 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Leeds: Leikurinn gegn Merseyside Reds er hafinn
Mynd: Getty Images
Leeds United og Liverpool eru að etja kappi í ensku úrvalsdeildinni en fyrir leik var mikið talað um fyrirhugaða Ofurdeild.

Almenningsálitið er gegn Ofurdeildinni og hafa mörg stór nöfn innan knattspyrnuheimsins varað við þessari deild.

Leeds er eitt félaganna sem er gegn Ofurdeildinni en Liverpool er meðal tólf stofnfélaga deildarinnnar.

Þegar viðureign Leeds og Liverpool fór í gang fyrr í kvöld vakti tíst frá opinberum aðgangi Leeds mikla athygli.

„Leikurinn gegn Merseyside Reds er hafinn á Elland Road!" stóð í tístinu sem er skot á Liverpool sem knattspyrnufélag.

Stuðningsmenn Liverpool vilja ekki heyra um Ofurdeild og standa því með stuðningsmönnum Leeds. Þeir eru flestir mjög ánægðir með þetta tíst frá Leeds ef marka má hin ýmsu spjallborð og samfélagsmiðla.

Staðan er 0-1 fyrir Liverpool þegar stundarfjórðungur er eftir af venjulegum leiktíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner