Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   fös 19. apríl 2024 16:26
Elvar Geir Magnússon
Palmer bað um það í tvö ár að fara
Cole Palmer.
Cole Palmer.
Mynd: Getty Images
Palmer hefur átt frábært tímabil.
Palmer hefur átt frábært tímabil.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola stjóri Manchester City segir að Cole Palmer hafi beðið um það í tvö ár að fá að fara frá félaginu áður en hann á endanum var sledur til Chelsea í lok síðasta sumarglugga.

Chelsea keypti Palmer á 42,5 milljónir punda og hefur þessi 21 árs leikmaður skorað 20 deildarmörk á tímabilinu og er jafn Erling Haaland hjá Manchester City í baráttunni um gullskóinn.

„Á undirbúningstímabilinu sagði ég honum að vera áfram því Riyad Mahrez væri farinn. Hann sagði 'nei, ég vil fara'. Hann var búinn að biðja um þetta í tvö ár. Hvað gat ég sagt?" segir Guardiola.

Palmer skoraði fjögur mörk gegn Everton á mánudaginn en hann mætir sínu fyrrum félagi í undanúrslitum enska bikarsins á morgun.

Guardiola hefur fengið gagnrýni fyrir að hafa selt Palmer og ýmsir sparkspekingar talað um að hann hafi gert mistök. Guardiola segir að staðan hafi verið þannig að það hafi verið ómögulegt að halda honum.

„Hann var búinn að biðja um það í tvö ár að fara. Hvað gátum við gert?" segir Guardiola en Palmer hafði aðeins byrjað þrjá deildarleiki fyrir City þegar hann fór.

„Ég hef sagt það áður, ég gaf honum ekki mínúturnar sem hann átti kannski skilið og vildi. Hann fær spiltímann núna hjá Chelsea. Ég samgleðst honum því hann er toppdrengur. Hann er að spila vel og ógnar mikið."
Athugasemdir
banner
banner
banner