Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
banner
   fim 19. maí 2022 22:11
Kjartan Leifur Sigurðsson
Rúnar Páll: Árbærinn er að lifna við
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það sem skóp sigurinn í kvöld var vinnusemi, dugnaður og öflug liðsheild. Við spiluðum af miklum krafti og stóðum okkar vel í dag". Segir Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir 5-2 sigur sinna manna á Fjölni í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 5 -  2 Fjölnir

„ Það var frábært hvernig við brugðumst við jöfnunarmarkinu hjá Fjölni og við sýndum karakter með því að koma ferskir inn eftir jöfnunarmarkið. Fjölnir fram að markinu skapaði enga hættu og það kom svolítið í andlitið á okkur þetta mark, það var óþarfi en það var gríðarlegur kraftur í okkur í kvöld."

Góð mæting var í Lautina í kvöld og þetta var annar heimasigur liðsins í jafn mörgum leikjum í sumar. Rúnar hafði þetta að segja um það: „ Ég ætla að vona það að þetta verði vígi hér í sumar. Það er hægt að fá full af fólki hérna eins og var núna í kvöld, Árbærinn er að lifna við og það er frábært."

„Næsti deildarleikur sem er útileikur gegn Grindavík verður erfiður. Ég þekki það ágætlega að spila í Grindavík í gegnum tíðina og það er mjög erfitt að fara þangað að spila en við verðum að spila eins og við gerðum í dag með bullandi sjálfstraust og vera klárir í baráttuna."

Viðtalið má nálgast í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir