Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 19. júní 2021 14:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Landslið og Lecce sögur hafa engin áhrif - „Binni er alltaf sami helvítis kóngurinn"
Brynjar Ingi Bjarnason
Brynjar Ingi Bjarnason
Mynd: Getty Images
Á landsliðsæfingu
Á landsliðsæfingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Ingi Bjarnason hefur leikið mjög vel með KA í upphafi Íslandsmóts og heldur áfram að sýna góðar frammistöður frá góðu tímabili í fyrra.

Hann var valinn í A-landsliðið í maí og lék alla þrjá leikina í síðasta landsleikjaglugga. Frammistaða hans var mjög góð og var hann t.a.m. maður leiksins gegn Póllandi þar sem hann skoraði annað af mörkum Íslands í leiknum.

KA vann ÍA í 8. umferð Pepsi Max-deildarinnar á miðvikudag. Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, ræddi við Fótbolta.net í gær og var hann spurður út í Brynjar Inga.

Lestu um leikinn: ÍA 0 - 2 KA

Er einhver breyting á honum eftir velgengni með landsliðinu?

„Nei, Binni er alltaf sami helvítis kóngurinn. Hann er svo róleg týpa að það er eins og það renni ekki blóð í honum. Maður sá ekkert á honum að hann væri að koma úr landsliðsferð sem hann hafði staðið sig mjög vel í. Maður reyndi eins og maður gat að skjóta á hann en hann tók þessu öllu með mikilli ró. Hann stóð sig jafnvel í leiknum gegn ÍA eins og hann hafði gert í öllum hinum leikjunum. Þetta landsliðsverkefni var bara gott fyrir hann," sagði Grímsi.

Lecce sögur eða atvinnumennskudraumar eru ekkert að hafa áhrif á hann?
Ítalska félagið Lecce hefur áhuga á Brynjari og eru taldar talsverðar líkur á því að Brynjar gangi í raðir félagsins.

„Nei, hann var allavega með fulla einbeitingu á þennan leik, maður tók ekki eftir neinu öðruvísi í sambandi við hann," sagði Grímsi.

Næsti leikur KA er toppleikur gegn Val á morgun. Brynjar Ingi var til viðtals ásamt Grímsa í hlaðvarpsþætti fyrir mót. Það má hlusta á viðtalið hér að neðan.
Binni og Grímsi í KA-Special - „Sterkasta KA-liðið by a mile"
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner