Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   mið 19. júní 2024 20:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fótbolti.net bikarinn: Kári áfram eftir vítaspyrnukeppni
Mynd: Kári
Höttur/Huginn 3-3 Kári (2-3 í vítaspyrnukeppni)
1-0 Bjarki Fannar Helgason ('31)
1-1 Sigurjón Logi Bergþórsson ('67 )
1-2 Þór Llorens Þórðarson ('72 )
2-2 Björgvin Stefán Pétursson ('85 )
3-2 Martim Fortuna Soares Sequeira Cardoso ('113 )
3-3 Hektor Bergmann Garðarsson ('120 víti)

Kári er komið áfram í 16-liða úrslit Fótbolti.net bikarsins eftir sigur á Hetti/Huginn fyrir austan í kvöld.

Það var mikil dramatík í leiknum en það var jafnt, 2-2, eftir 90 mínútur og þurfti því að framlengja.

Höttur/Huginn komst yfir í framlengingunni en fékk á sig vítaspyrnu seint í leiknum sem Hektor Bergmann Garðarsson skoraði úr og þurfti því að skera úr um sigurvegara í vítaspyrnukeppni.

Þar voru gestirnir í Kára sem höfðu betur og eru komnir áfram. Dregið verður í 16-liða úrslitin á föstudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner