Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. júlí 2016 14:49
Elvar Geir Magnússon
Bara einn leikur beint í enska á laugardögum klukkan 14
Stöð 2 Sport fer eftir nýjum reglum frá Englandi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson, yfirmaður hjá íþróttadeild 365.
Eiríkur Stefán Ásgeirsson, yfirmaður hjá íþróttadeild 365.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson, skærasta fótboltastjarna Íslands.
Gylfi Þór Sigurðsson, skærasta fótboltastjarna Íslands.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt nýjum sjónvarpssamningum varðandi ensku úrvalsdeildina má Stöð 2 Sport aðeins sýna einn leik í beinni útsendingu þegar aðalleiktími deildarinnar er, klukkan 14 á laugardögum (verður 15 þegar vetrartíminn gengur í garð).

Þessi regla hefur verið í gildi erlendis en Ísland verið á undanþágu. Íslenskir sjónvarpsahorfendur fá hinsvegar enga undanþágu lengur samkvæmt nýjum samningum en þetta er eitthvað sem ákveðið er af stjórn ensku úrvalsdeildarinnar.

Leiktímarnir verða þó dreifðari en áður en frá og með komandi tímabili verða föstudagsleikir á dagskrá af og til.

„Við megum bara sýna einn leik beint en fáum hina til okkar og getum sýnt þá óbeint síðar. Reglan er sú að nú þurfum við að velja leikinn sem við sýnum beint um miðjan dag á laugardögum," segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson, yfirmaður hjá íþróttadeild 365 miðla.

Áfram verður hádegisleikur og síðdegisleikur á laugardegi í beinni ásamt tveimur leikjum á sunnudegi. „Föstudagsleikirnir bætast við ásamt því að áfram verður möguleiki á mánudagsleikjum."

Eiríkur segir að vanda verði valið þegar kemur að velja á milli leikja á laugardögum.

„Við verðum að reyna að velja út frá því sem flestir vilja sjá. Við verðum að horfa til þeirra liða sem eru vinsælust á Íslandi og einnig til íslensku leikmannana í deildinni. Við reynum að hafa þetta sanngjarnt. Íslendingar eru orðnir rosalega góðu vanir enda hefur þessi þjónusta sem við höfum boðið upp á verið eitthvað sem fáir hafa getað gert."

Enska úrvalsdeildin fer af stað 13. ágúst en hér að neðan má sjá hvaða leiki Stöð 2 Sport þarf að velja á milli fyrstu laugardaga tímabilsins. Líklegt er að fyrsta laugardaginn verði leikur Burnley og Swansea fyrir valinu enda mætast þá Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson.

Laugardagur 13. ágúst
Burnley v Swansea
Crystal Palace v West Brom
Everton v Tottenham
Middlesbrough v Stoke
Southampton v Watford

Laugardagur 20. ágúst
Burnley v Liverpool
Swansea v Hull
Tottenham v Crystal Palace
Watford v Chelsea
West Brom v Everton

Laugardagur 27. ágúst
Chelsea v Burnley
Crystal Palace v Bournemouth
Everton v Stoke
Leicester v Swansea
Southampton v Sunderland
Watford v Arsenal

Laugardagur 10. september:
Arsenal v Southampton
Bournemouth v West Brom
Burnley v Hull
Middlesbrough v Crystal Palace
Stoke v Tottenham
West Ham v Watford
Athugasemdir
banner
banner
banner