Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. júlí 2019 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Telegraph 
Klopp: Of snemmt að hugsa um nýjan samning
Mynd: Getty Images
Þýski knattspyrnustjóri Liverpool, Jurgen Klopp, segir að það sé of snemmt að ræða nýjan samning.

Núgildandi samningur hans við félagið rennur út 2022, en eftir að Liverpool vann Meistaradeildina í júní fóru af stað sögusagnir að Liverpool vildi framlengja við hann.

„Ég mun ekki fara áður en samningurinn endar. Það er mín hlið. Þess vegna er samningur mikilvægur," sagði Klopp á blaðamannafundi í gær.

„Það er nægur tími til að taka svona ákvarðanir. Það er óþarfi að gera það núna. Það er of snemmt að hafa áhyggjur af samningum núna þegar þrjú ár eru í að hann klárist."

Klopp segir að það séu spennandi tímar framundan hjá Liverpool, en hans menn mæta Dortmund í æfingaleik sem hefst á miðnætti. Klopp var stjóri Dortmund áður en hann tók við Liverpool.



Athugasemdir
banner
banner
banner