Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. júlí 2020 19:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Birkir ónotaður varamaður - Sigur en staðan ekki góð
Birkir í landsleik.
Birkir í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason og félagar unnu sinn leik gegn Spal í ítölsku úrvalsdeildinni en liðið á þrátt fyrir sigurinn ekki mikinn möguleika á að halda sér uppi.

Birkir sat allan tímann á varamannabekknum þegar Brescia landaði 2-1 sigri gegn botnliðinu. Brescia er í næst neðsta sæti 24 stig, níu stigum frá öruggu sæti. Genoa, sem er í 17. sæti, vann nefnilega einnig sinn leik þennan sunnudaginn.

Það eru miklu meiri líkur á því en ekki á því að Brescia spili í B-deild á næsta tímabili. Það eru fjórar umferðir eftir og níu stig í öruggt sæti.

Hér að neðan má sjá úrslitin í þeim leikjum sem eru búnir í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Napoli komst upp fyrir AC Milan í sjötta sætinu með sigri Udinese. Napoli er fyrir ofan Milan á markatölu.

Klukkan 19:45 hefst svo áhugaverð viðureign Roma og Inter í höfuðborginni.

Genoa 2 - 1 Lecce
1-0 Antonio Sanabria ('7 )
1-0 Marco Mancosu ('45 , Misnotað víti)
1-1 Marco Mancosu ('60 )
1-2 Gabriel ('81 , sjálfsmark)

Parma 2 - 3 Sampdoria
1-0 Gervinho ('18 )
1-1 Bartosz Bereszynski ('40 , sjálfsmark)
1-2 Julian Chabot ('47 )
1-3 Fabio Quagliarella ('69 )
1-4 Federico Bonazzoli ('78 )

Brescia 2 - 1 Spal
0-1 Bryan Dabo ('42 )
1-1 Jaromir Zmrhal ('69 )
2-1 Jaromir Zmrhal ('90 )

Fiorentina 2 - 0 Torino
0-1 Lyanco ('2 , sjálfsmark)
1-1 Patrick Cutrone ('75 )

Napoli 2 - 1 Udinese
0-1 Rodrigo De Paul ('22 )
1-1 Arkadiusz Milik ('31 )
2-1 Matteo Politano ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner