Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   fös 19. júlí 2024 21:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA tapaði gegn Víkingi á VÍS vellinum á Akureyri í Bestu deild kvenna í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfara liðsins eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  2 Víkingur R.

„Þetta var lélegur leikur hjá okkur. Ég verð að taka það á mig að við fórum illa af ráði okkar í pásunni. Einhver blanda af því hvernig við æfðum og hvíldum. Við komum ekki vel stemmdar til leiks og það er eitthvað sem ég verð að skoða hjá mér hvernig ég setti þennan leik upp og aðdragandan að honum," sagði Jóhann Kristinn.

Liðið hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum í deild og bikar á heimavelli.

„Svo verðum við hreinlega að fara í alvöru naflaskoðun hvers vegna við spilum svona á okkar heimavelli og erum að tapa leikjunum á heimavelli en erum allt annað lið á útivelli."

Hvernig sáu mörkin við þér?

„Það var mjög gott mark sem þær skoruðu í fyrri hálfleik. Við vorum sofandi, við ætluðum að vera á tánum í seinni boltum og berjast eins og fótboltaleikir verða hér. Við vorum algjörlega á afturfótunum í fyrri hálfleik, Víkingur voru miklu grimmari. Seinna markið, þá vorum við búin að skvetta öllu upp og eldfljótur og ferskur leikmaður sem kom inn á hjá þeim stingur okkur af eftir að hún kemst inn í sendingu og klárar þetta. Allt kúdos á Víkinga, þær stóðu sig gríðarlega vel og áttu sigurinn fyllilega skilið," sagði Jóhann Kristinn.

Ertu bjartsýnn að ná að snúa þessu við?

„Ég er ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna en ég verð fínn í fyrramálið," sagði Jóhann Kristinn að lokum.


Athugasemdir
banner
banner