Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   fös 19. júlí 2024 21:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA tapaði gegn Víkingi á VÍS vellinum á Akureyri í Bestu deild kvenna í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfara liðsins eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  2 Víkingur R.

„Þetta var lélegur leikur hjá okkur. Ég verð að taka það á mig að við fórum illa af ráði okkar í pásunni. Einhver blanda af því hvernig við æfðum og hvíldum. Við komum ekki vel stemmdar til leiks og það er eitthvað sem ég verð að skoða hjá mér hvernig ég setti þennan leik upp og aðdragandan að honum," sagði Jóhann Kristinn.

Liðið hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum í deild og bikar á heimavelli.

„Svo verðum við hreinlega að fara í alvöru naflaskoðun hvers vegna við spilum svona á okkar heimavelli og erum að tapa leikjunum á heimavelli en erum allt annað lið á útivelli."

Hvernig sáu mörkin við þér?

„Það var mjög gott mark sem þær skoruðu í fyrri hálfleik. Við vorum sofandi, við ætluðum að vera á tánum í seinni boltum og berjast eins og fótboltaleikir verða hér. Við vorum algjörlega á afturfótunum í fyrri hálfleik, Víkingur voru miklu grimmari. Seinna markið, þá vorum við búin að skvetta öllu upp og eldfljótur og ferskur leikmaður sem kom inn á hjá þeim stingur okkur af eftir að hún kemst inn í sendingu og klárar þetta. Allt kúdos á Víkinga, þær stóðu sig gríðarlega vel og áttu sigurinn fyllilega skilið," sagði Jóhann Kristinn.

Ertu bjartsýnn að ná að snúa þessu við?

„Ég er ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna en ég verð fínn í fyrramálið," sagði Jóhann Kristinn að lokum.


Athugasemdir
banner
banner