Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fös 19. júlí 2024 21:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA tapaði gegn Víkingi á VÍS vellinum á Akureyri í Bestu deild kvenna í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfara liðsins eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  2 Víkingur R.

„Þetta var lélegur leikur hjá okkur. Ég verð að taka það á mig að við fórum illa af ráði okkar í pásunni. Einhver blanda af því hvernig við æfðum og hvíldum. Við komum ekki vel stemmdar til leiks og það er eitthvað sem ég verð að skoða hjá mér hvernig ég setti þennan leik upp og aðdragandan að honum," sagði Jóhann Kristinn.

Liðið hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum í deild og bikar á heimavelli.

„Svo verðum við hreinlega að fara í alvöru naflaskoðun hvers vegna við spilum svona á okkar heimavelli og erum að tapa leikjunum á heimavelli en erum allt annað lið á útivelli."

Hvernig sáu mörkin við þér?

„Það var mjög gott mark sem þær skoruðu í fyrri hálfleik. Við vorum sofandi, við ætluðum að vera á tánum í seinni boltum og berjast eins og fótboltaleikir verða hér. Við vorum algjörlega á afturfótunum í fyrri hálfleik, Víkingur voru miklu grimmari. Seinna markið, þá vorum við búin að skvetta öllu upp og eldfljótur og ferskur leikmaður sem kom inn á hjá þeim stingur okkur af eftir að hún kemst inn í sendingu og klárar þetta. Allt kúdos á Víkinga, þær stóðu sig gríðarlega vel og áttu sigurinn fyllilega skilið," sagði Jóhann Kristinn.

Ertu bjartsýnn að ná að snúa þessu við?

„Ég er ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna en ég verð fínn í fyrramálið," sagði Jóhann Kristinn að lokum.


Athugasemdir
banner