Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
banner
   mán 19. ágúst 2019 21:37
Helga Katrín Jónsdóttir
Sigurður Sigurþórsson: Mér finnst að liðið megi fá kredit
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Botnlið ÍR tapaði í kvöld 0:1 gegn FH og féllu þar með úr Inkasso-deild kvenna. Sigurður, þjálfari ÍR, var nokkuð sáttur með leik síns liðs í kvöld:

Lestu um leikinn: ÍR 0 -  1 FH

"Leikurinn spilaðist nákvæmlega eins og við reiknuðum með honum. FH pressar hátt og reyndu hvað þær gátu að skora og við vorum búnar að undirbúa okkur fyrir það. Við spiluðum töluvert betur frá markinu heldur en í síðasta leik á móti þeim."

"Mér fannst þær ekki skapa mikið svo okkar leikplan gekk upp en við lekum alltaf mörkum í hornum. Við virðumst fá á okkur allavega eitt mark úr horni í hverjum leik."

Hvað var Sigurður helst ánægður með í leiknum?

"Skipulag, baráttu og vinnusemi. Mér finnst að liðið megi fá kredit fyrir það. Til dæmis í leik sem við gerum jafntefli við Augnablik var sagt að það væri grís en mér fannst það bara móðgun við fótbolta að tala um grís í þannig leik þegar við gerum það sem við gerum til að ná jafntefli."

Nú er ljóst að ÍR er fallið niður í 2. deild og mun spila þar næsta sumar.

"Já, við höfum alveg verið raunsæ með það. Við vissum það alveg fyrir að þetta yrði ströggl og það þarf einhver að taka heiðurssætið í þessu. Við hefðum kannski viljað fá fleiri stig og stefnum á það í næstu leikjum."

Næsti leikur ÍR er gegn Fjölni sem situr í 9. sæti deildarinnar. Þar vonast liðið eftir sínum fyrsta sigri.

"Já við stefnum alltaf á að reyna að sigra en ég lofa því ekki að það gangi eftir. Fjölnir er með ágætis lið, hafa verið að ströggla líka. Það verður vonandi hörkuleikur."

Viðtalið má sjá hér að ofan í heild sinni





Athugasemdir
banner