Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 19. ágúst 2019 21:37
Helga Katrín Jónsdóttir
Sigurður Sigurþórsson: Mér finnst að liðið megi fá kredit
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Botnlið ÍR tapaði í kvöld 0:1 gegn FH og féllu þar með úr Inkasso-deild kvenna. Sigurður, þjálfari ÍR, var nokkuð sáttur með leik síns liðs í kvöld:

Lestu um leikinn: ÍR 0 -  1 FH

"Leikurinn spilaðist nákvæmlega eins og við reiknuðum með honum. FH pressar hátt og reyndu hvað þær gátu að skora og við vorum búnar að undirbúa okkur fyrir það. Við spiluðum töluvert betur frá markinu heldur en í síðasta leik á móti þeim."

"Mér fannst þær ekki skapa mikið svo okkar leikplan gekk upp en við lekum alltaf mörkum í hornum. Við virðumst fá á okkur allavega eitt mark úr horni í hverjum leik."

Hvað var Sigurður helst ánægður með í leiknum?

"Skipulag, baráttu og vinnusemi. Mér finnst að liðið megi fá kredit fyrir það. Til dæmis í leik sem við gerum jafntefli við Augnablik var sagt að það væri grís en mér fannst það bara móðgun við fótbolta að tala um grís í þannig leik þegar við gerum það sem við gerum til að ná jafntefli."

Nú er ljóst að ÍR er fallið niður í 2. deild og mun spila þar næsta sumar.

"Já, við höfum alveg verið raunsæ með það. Við vissum það alveg fyrir að þetta yrði ströggl og það þarf einhver að taka heiðurssætið í þessu. Við hefðum kannski viljað fá fleiri stig og stefnum á það í næstu leikjum."

Næsti leikur ÍR er gegn Fjölni sem situr í 9. sæti deildarinnar. Þar vonast liðið eftir sínum fyrsta sigri.

"Já við stefnum alltaf á að reyna að sigra en ég lofa því ekki að það gangi eftir. Fjölnir er með ágætis lið, hafa verið að ströggla líka. Það verður vonandi hörkuleikur."

Viðtalið má sjá hér að ofan í heild sinni





Athugasemdir