Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fös 19. ágúst 2022 12:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arteta vill ganga frá samningnum sem fyrst - „Allt mögulegt varðandi alla leikmenn"
Bukayo Saka
Bukayo Saka
Mynd: EPA
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag í tilefni af því að Arsenal heimsækir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Arteta var spurður út í félagsskiptamarkaðinn. „Við viljum einungis fá inn ákveðna eiginleika og ef þeir eru ekki í boði þá er ekki þess virði að taka inn fleiri leikmenn. Ég verð fullkomlega ánægður og einbeittur á að ná því besta út úr þessum leikmönnum ef ekkert breytist."

Nicolas Pepe hefur ekki komið við sögu í fyrstu tveimur leikjunum á nýju tímabili.

„Við segjum frá því sem hægt er að segja frá þegar rétta augnablikið kemur. Við höfum rætt að við erum með stóran hóp og höfum leyft sumum leikömmunum að fara. Þangað til glugginn lokar þá er allt mögulegt varðandi alla leikmenn."

Bukayo Saka er verður 21 árs í næsta mánuði og er einn af lykilmönnum liðsins. Hann á í viðræðum við félagið um nýjan samning. „Ég hef mikla trú á því að við sem félag náum samkomulagi við Bukayo og hans fólk. Núna snýst þetta um að fá þetta skrifað á blað. Ég vil gjarnan ná því í gegn því þetta getur verið truflandi fyrir leikmenn á meðan tímabilinu stendur. En svona hlutir taka tíma."

Arteta sagði þá frá því á fundinum að Marquinhos, sem félagið fékk frá Sao Paulo í vor, verði ekki lánaður út og að Fabio Vieira, sem félagið keypti í sumar, gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið á morgun.
Athugasemdir
banner
banner