Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
   fös 19. ágúst 2022 09:05
Elvar Geir Magnússon
Klopp á fréttamannafundi: Darwin mjög svekktur út í sjálfan sig
Klopp og Darwin Nunez.
Klopp og Darwin Nunez.
Mynd: EPA
Manchester United og Liverpool mætast á mánudaginn í ensku úrvalsdeildinni. Nú í morgunsárið sat Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, fyrir svörum á fréttamannafundi og hér má sjá samantekt á því sem þar kom fram.

Joe Gomez byrjar gegn United
Klopp staðfestir að Joe Gomez mun byrja leikinn á mánudag en hann kom af bekknum gegn Crystal Palace. Diogo Jota og Curtis Jones nálgast endurkomur eftir meiðsli en leikurinn á mánudag kemur of snemma fyrir þá.

Um að hafa unnið United samtals 9-0 í leikjunum tveimur í fyrra:
„Ég gæti ekki haft minni áhuga á úrslitum frá síðasta ári. Þá var staðan öðruvísi og leikirnir öðruvísi. Þessi leikur tengist hinum leikjunum ekki neitt og þannig er það," segir Klopp.

Um rauða spjaldið sem Darwin Nunez fékk gegn Crystal Palace:
„Auðvitað höfum við spjallað við Darwin og hann var mjög svekktur út í sjálfan sig. Það sem miðvörðurinn þeirra (Joachim Andersen) gerði... hann er ekki sá eini í heiminum sem gerir þetta. Ég hef ekki þurft að glíma við svona áður svo ég er kannski ekki sérfræðingur í svona samræðum. En hann vissi upp á sig sökina og baðst afsökunar. Við gerum öll mistök."

Um stöðuna á Roberto Firmino:
„Bobby hefur æft venjulega og er tilbúinn."

Um Naby Keita sem hefur verið orðaður við brottför frá Liverpool:
„Það er ekkert á bak við þessar 'fréttir' sem þið eruð að spyrja mig út í. Hann var veikur, er núna að æfa og lítur vel út. Leikmenn sem spila ekki eru ekki fullkomlega ánægðir og eiga heldur ekki að vera það. Hann er í góðum málum."

Klopp býst við erfiðu verkefni á Old Trafford
„Kannski breytir United engu eða öllu, við vitum ekkert. Það er snúið að undirbúa þennan leik. En tímabilið er nýbyrjað og við erum hvort sem er ekki með margar upplýsingar. Þetta verður erfitt en það er fínt. Það er aldrei auðvelt að spila við United á útivelli en við gerum okkar allra besta."

Klopp reiknar með særðum og baráttuglöðum leikmönnum United
„Ég væri frekar til í að spila við þá eftir að þeir unnu 5-0 sigur. Við höfum gert jafntefli í báðum okkar leikjum, er betra að spila við okkur í þeim kringumstæðum? Ég veit það ekki. Maður þarf að glíma við ýmsar aðstæður í leiknum og á þessari stundu hefur enginn hugmynd um hvað mun gerast. Allur heimurinn verður að horfa, sjáum á mánudag hvernig þessi tvö stórlið höndla aðstæðurnar."

Ekki auðvelt fyrir Ten Hag
Klopp var spurður að því hvort hann gæti sett sig í fótspor Erik ten Hag þar sem báðir náðu góðum árangri í deildum erlendis áður en þeir komu í úrvalsdeildina?

„Ég held að þetta hafi verið auðveldara fyrir mig því ég kom ekki fyrir nýtt tímabil og var ekki með félagaskiptaglugga. Á Englandi er oft sagt 'þetta er ekki hans lið' en ég taldi frá degi eitt að þetta væri mitt lið og fann strax ábyrgðina. Ég kom fyrir sjö árum, það er mjög langur tími í fótbolta og margt hefur breyst. Þetta er ekki auðvelt, sérstaklega þegar þú þarft að endurbyggja lið," segir Klopp.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner