Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   þri 19. ágúst 2025 14:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólíklegt að Luke Rae spili aftur á þessu tímabili
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Luke Rae varð fyrir því óláni að togna aftan í læri í leik KR og ÍBV fyrr í þessum mánuði.

Það virðist ólíklegra en ekki að enski kantmaðurinn spili aftur á þessu tímabili. Þetta er í annað sinn frá því að Íslandsmótið hófst sem hann tognar aftan í læri, og í fyrra skiptið var hann frá í rúma tvo mánuði. Leikurinn í Vestmannaeyjum var hans annar leikur eftir endurkomu.

KR sótti kantmann í glugganum í kjölfar meiðsla Luke, Galdur Guðmundsson var fenginn inn og skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir KR í gær, eina markið í 0-1 sigri KR á Fram í Bestu deildinni.

Luke Rae er 24 ára sem skoraði þrjú mörk og lagði upp þrjú í fyrstu fimm leikjum Bestu deildarinnar, var einn heitasti leikmaður deildarinnar í byrjun móts. Hann er samningsbundinn KR út tímabiið 2027.
Athugasemdir