Argentínumaðurinn Claudio Echeverri er að ganga í raðir Bayer Leverkusen á láni út tímabilið.
Erik ten Hag, fyrrum stjóri Manchester United, stýrir nú Leverkusen og er að sækja þennan bráðefnilega leikmann frá City.
Erik ten Hag, fyrrum stjóri Manchester United, stýrir nú Leverkusen og er að sækja þennan bráðefnilega leikmann frá City.
Það er enginn kaupmöguleiki hluti af lánssamningnum en Leverkusen mun borga laun Echeverri út tímabilið.
Echeverri er á leið í læknisskoðun og verður gengið frá þessu öllu saman fljótlega.
Argentínumaðurinn efnilegi skrifaði undir hjá Man City í janúar 2024 en var áfram á láni hjá River Plate í Argentínu þangað til í byrjun þessa árs.
Echeverri er reynslumikill þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur spilað 48 leiki fyrir aðallið River Plate og skorað í þeim fjögur mörk. Þá hefur hann leikið mikinn fjölda leikja fyrir yngri landslið Argentínu og verið þar í mikilvægu hlutverki.
Hann hefur þá spilað þrjá leiki fyrir aðallið Man City og er litið á hann sem mikilvægan leikmann fyrir framtíðina.
Athugasemdir