Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   þri 19. ágúst 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Garnacho ekki í landsliðinu
Alejandro Garnacho.
Alejandro Garnacho.
Mynd: EPA
Argentínumaðurinn Alejandro Garnacho er ekki í argentínska landsliðshópnum fyrir síðustu leikina í undankeppni HM.

Garnacho er í frystinum hjá Manchester United en félagið er að reyna að selja hann.

Garnacho er staðráðinn í að fara til Chelsea en Lundúnafélagið hefur hingað til ekki viljað borga það sem United vill fá fyrir hann. Man Utd er að biðja um 50 milljónir punda fyrir Garnacho.

„Þetta eru stór tíðindi þar sem ein af stóru spurningunum fyrir Argentínu fyrir HM á næsta ári er hvernig þú ætlar að leysa Angel Di Maria af hólmi? Garnacho átti að vera arftakinn en það hefur ekki gengið hjá honum. Þetta eru mikilvægir leikir," segir Tim Vickery, sérfræðingur Sky Sports um fótboltann í Suður-Ameríku.

Garnacho þarf að spila og sanna sig til að vera með Argentínu á HM á næsta ári en eins og staðan er núna, þá mun hann sitja upp í stúku á tímabilinu.
Athugasemdir
banner