Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   þri 19. ágúst 2025 14:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sést á samfélagsmiðlum að stuðningsmenn Blika hafa lítið gaman að þessu
Óli Valur Ómarsson.
Óli Valur Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Valur Ómarsson hefur ekki fundið sig með Breiðabliki á þessu tímabili.

Hann var fenginn til Blika frá Sirius í Svíþjóð fyrir tímabilið og fór frísklega af stað, en það hefur hægst verulega á honum. Hann hefur aðeins skorað þrjú mörk í 18 leikjum í Bestu deildinni og lagt upp eitt mark samkvæmt Transfermarkt.

„Óli Valur, sem átti slakan Evrópuleik og er búinn að valda vonbrigðum, hann byrjaði á bekknum í þessum leik (gegn FH). Maður sér það á samfélagsmiðlum að stuðningsmenn Breiðabliks hafa lítið gaman að því hvað hann er ekki að finna sig," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

Óli Valur er uppalinn hjá nágrönnum Breiðabliks í Stjörnunni og lék þar á láni á síðasta tímabili.

„Það er erfitt að koma úr Stjörnunni í Breiðablik og eiga svona tímabil þar sem þú ferð frískur af stað en hefur engan veginn náð að standa undir þeirri byrjun," sagði Tómas Þór Þórðarson.

Breiðablik tapaði 4-5 gegn FH og er fimm stigum frá toppnum þegar þrjár umferðir eru í skiptingu. Ef Breiðablik ætlar sér að verða Íslandsmeistari þá þarf liðið að fá meira frá Óla Vali.



Innkastið - Gamlir draugar hjá Val, ÍA fallið og deilt um dóm
Athugasemdir
banner
banner