Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 19. september 2020 19:15
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Man Utd og Palace: James verstur - Zaha bestur
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha, fyrrum leikmaður Manchester United, var maður leiksins er Crystal Palace vann óvæntan sigur á Old Trafford í dag.

Zaha skoraði tvennu í 1-3 sigri Palace, fyrra markið úr vítaspyrnu og það seinna eftir laglegt einstaklingsframtak.

Daniel James, kantmaður Rauðu djöflanna og velska landsliðsins, var versti maður vallarins í einkunnagjöf Sky Sports og fékk 4 í einkunn.

Enginn í liði Man Utd fékk yfir 6 í einkunn, ekki einu sinni Donny van de Beek sem kom inn af bekknum og skoraði eina mark heimamanna.

Miðjumaðurinn James McCarthy, vinstri bakvörðurinn Tyrick Mitchell og hægri bakvörðurinn Joel Ward fengu 8 í einkunn í liði Palace.

Man Utd: De Gea (6), Fosu-Mensah (6), Lindelof (5), Maguire (5), Shaw (5), Pogba (5), McTominay (6), Rashford (5), Bruno Fernandes (6), James (4), Martial (5).
Varamenn: Greenwood (5), van de Beek (6).

Crystal Palace: Guaita (7), Ward (8), Kouyate (7), Sakho (7), Mitchell (8), Townsend (7), McArthur (7), McCarthy (8), Schlupp (7), Zaha (9), Ayew (7).
Athugasemdir
banner
banner