Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Þróttara: „Ég vildi spila meira"
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Búin að vera erfiður kafli og lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Gaf okkur blóð á tennurnar að ýta þeim neðar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   sun 19. september 2021 16:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Páll: KSÍ fannst það ekki
Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frekar þungt og erfitt," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir 5-0 tap gegn ÍA í næst síðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Lestu um leikinn: ÍA 5 -  0 Fylkir

Fylkir verður á botni deildarinnar fyrir lokaumferðina en á enn möguleika á því að bjarga sér. Það er ekki útilokað. Þeir verða að treysta á að HK nái ekki í sigur gegn Stjörnunni á morgun. Ef það gerist, þá eru Fylkismenn fallnir.

„Við verðum að vonast til þess að aðrir leikir verði hagstæðir fyrir okkur, svo við eigum einhvern möguleika gegn Val."

HK, sem er í fallbaráttu, á leik á morgun gegn Stjörnunni. Allir aðrir leikir umferðarinnar eru í dag. „Mér finnst að allir þessir leikir ættu að fara fram á sama tíma. En KSÍ fannst það ekki. Þannig er það bara."

Fylkir missti mann af velli snemma leiks. „Það var þungt fyrir okkur. Við þurftum aðeins að riðla stöðu manna, og ákváðum að fara í þriggja manna vörn. Það gekk ágætlega, við vorum að spila ágætlega einum færri í fyrri hálfleik. Leikurinn hefði kannski breyst ef við hefðum náð að setja mark á þá, en þeir fá skyndisóknir og kaffæra okkur í 2-0. Svo er 3-0 skyndilega og þá var þetta orðið helvíti erfitt."

„Við gefumst ekki upp. Það ræðst á morgun hvort við eigum áfram séns. Vonandi fer þetta allt á besta veg hjá okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner