Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
banner
   fim 19. september 2024 20:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Inaki Williams innsiglaði sigur Athletic Bilbao
Mynd: EPA

Leganes 0 - 2 Athletic
0-1 Dani Vivian ('65 )
0-2 Inaki Williams ('75 )


Athletic Bilbao vann annan leik sinn í röð í kvöld þegar liðið heimsótti nýliða Leganes í spænsku deildinni.

Það var markalaust í hálfleik en Dani Vivian braut ísinn þegar hann klippti boltann í netið eftir rúmlega klukkutíma leik.

Tíu mínútum síðar bætti Inaki Williams öðru marki liðsins við. Hann fékk erfiða sendingu innfyrir vörn Leganes en náði að teygja sig í boltann og hann rúllaði í netið.

Leganes tapaði þriðja leik sínum í röð eftir að hafa nælt í fiimm stig úr fyrstu þremur leikjunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner