Siglir undir radarinn, saumar töskur og á óvæntar KA tengingar
Viktor Örlygur Andrason leikmaður Víkinga mætti í hljóðver Fótbolta.net í létta upphitun fyrir úrslitaleik Mjólkurbikarsins sem fram fer næstkomandi laugardag. Þar munu Víkingar mæta KA í úrslitum annað árið í röð og freista þess að vinna sinn fimmta bikartitil í röð.
Fréttaritarar Fótbolta.net þeir Haraldur Örn Haraldsson stuðningsmaður KA og Sverrir Örn Einarsson stuðningsmaður Víkinga fóru yfir málin með Viktori.
Farið er yfir víðan völl með honum. Lekmaðurinn Viktor, töskusaumur og erfiðasti kúnninn ræddur. Sumarið sem Víkingar hafa átt til þessa rætt og svo að sjálfsögðu einokun Víkinga á Mjólkurbikarnum og komandi úrslitaleikur ræddur.
Hlusta má á hlaðvarpið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir