Gabriel Martinelli var hetja Arsenal gegn Villarreal í fyrstu umferð deildakeppni Meistaradeildarinnar í gær.
Hann kom inn á sem varamaður og skoraði fyrra mark leiksins nánast með sinni fyrstu snertingu. Hann lagði síðan upp seinna markið á Leandro Trossard sem kom einnig inn á sem varamaður.
Hann kom inn á sem varamaður og skoraði fyrra mark leiksins nánast með sinni fyrstu snertingu. Hann lagði síðan upp seinna markið á Leandro Trossard sem kom einnig inn á sem varamaður.
„Þegar ég kom inn á reyndi ég að komast aftur fyrir vörnina. Það tókst aðeins mínútu eftir að ég kom inn á. Ég sagði við strákana á bekknum að það væri risastórtpláss á bakvið. Trossard sá mig, þetta var frábær bolti frá honum og ég reyndi bara að setja boltann í netið," sagði Martinelli.
„Þeir voru á heimavelli svo þeir gerðu vel. En mér fannst við vera klínískir og áttum sigurinn skilið. Aðalatriðið var að vinna. Þegar þú spilar fyrir Arsenal verður maður að vinna alla leiki, þetta er góð byrjun í Meistaradeildinni. Við vitum hversu stórir við erum þegar við berum þetta merki á brjóstinu. Við erum stórt félag og viljum vinna alla leiki."
Athugasemdir