Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hrósaði Gabriel Martinelli og Leandro Trossard eftir sigur liðsins gegn Athletic Bilbao í fyrstu umferð deildakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.
Martinelli og Trossard komu inn á sem varamenn. Martinelli kom liðinu yfir eftir sendingu frá Trossard og Trossard skoraði svo annað markið eftir undirbúning Martinelli.
Martinelli og Trossard komu inn á sem varamenn. Martinelli kom liðinu yfir eftir sendingu frá Trossard og Trossard skoraði svo annað markið eftir undirbúning Martinelli.
„Við ræðum þaða alltaf að varamennirnir verða að hafa áhrif á leikinn, Martinelli og Trossard komu inn á og gerðu gæfumuninn," sagði Arteta.
„Þeir voru stórkostlegir og restin af liðinu líka. Þetta er það sem við þurfum, ógnin getur komið á mismunandi vegu og frá mismunandi leikmönnum. Ég er mjög ánægður með það."
„Þetta þýðir að Martinelli og Trossard eru vel tengdir og þeim finnst þeir vera mjög mikilvægir. Við þurfum á þessu að halda, Piero Hincapie kom inn á í fimm mínútur rétt eins og Christian Norgaard og þetta voru bestu fimm mínúturnar í lífinu þeirra," sagði Arteta að lokum.
Trossard hefur verið ótrúlega mikilvægur fyrir Arsenal en hann spilaði sinn fyrsta leik í janúar 2023. Síðan þá hefur hann skorað tíu mörk og lagt upp fjögur í 14 leikjum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Algjör ofurvaramaður (e. Super sub).
Athugasemdir