Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 16. september 2025 19:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Elliott opnaði markareikninginn eftir slæm mistök Hákonar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aston Villa er yfir í hálfleik gegn Brentford eftir slæm mistök hjá Hákoni Rafni Valdimarssyni.

Hákon sendi boltann stutt en John McGinn var ákafur í pressunni og náði boltanum. Boltinn barst síðan til Harvey Elliott sem skaut beint á Hákon en boltinn rúllaði undir hann og í netið. Fyrsta mark Elliott fyrir Aston Villa.

Þetta var mjög tíðindalítill fyrri hálfleikur en staðreyndin er sú að Aston Villa er með forystuna eftir þessi mistök hjá Hákoni.

Hákon þurfti að aðhlynningu að halda þegar hann fékk skurð á augabrúnina eftir samstuð við Evann Guessand.

Sjáðu markið hér
Athugasemdir
banner