Tottenham lagði Villarreal í fyrstu umferð deildakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Eina markið var sjálfsmark snemma leiks.
Frábær úrslit í fyrsta leik Thomas Frank sem stjóri Tottenham í Meistaradeildinni.
Frábær úrslit í fyrsta leik Thomas Frank sem stjóri Tottenham í Meistaradeildinni.
„Þetta er sérstakt og ég er auðvitað ánægður með það. Ég hef lært að maður verður að vera ánægður og virða sigrana. Það voru margir góðir hlutir í leiknum. Við vörðumst vel og gáfum lítið gegn mjög góðu Villarreal liði," sagði Frank.
„Við vorum ekki upp á okkar besta sóknarlega. Það var klárlega kafli í seinni hálfleik þar sem við ákváðum að gefa Villarreal tækifæri og bakka aðeins, það var skemmtilegt."
„Þeir eru að leggja hart að sér og við erum með góðan grunn í varnarskipulagi. Ég vissi að við tókum skref fram á við gegn West Ham, við þurfum að bæta okkur sóknarlega," sagði Frank að lokum.
Athugasemdir