Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 17. september 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Var orðaður við Chelsea í sumar - „Mjög ánægður hjá Barcelona"
Mynd: EPA
Fermin Lopez, Miðjumaður Barcelona, hefur sagt að hann hafi alltaf viljað vera áfram hjá félaginu þrátt fyrir sögusagnir um að hann væri á leið til Chelsea.

Lopez hefur komið við sögu í öllum deildarleikjum Barcelona á tímabilinu en hann skoraði tvennu í 6-0 sigri liðsins gegn Valencia um helgina.

Sky Sports greindi frá því í sumar að Chelsea hafði áhuga á honum ef enska liðið hefði losað sig við miðjumann.

„Ég vildi altaf vera hérna og mun berjast til að vera hérna í mörg ár," sagði Lopez í samtali við Marca.

„Ég efaðist aldrei um að vera hér. Það voru alltaf einhverjar sögusagnir um framtíð mína hjá Barcelona. Það er hluti af fótbolta, ég var mjög rólegur og er mjög ánægður hérna."
Athugasemdir