Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 17. september 2025 08:45
Elvar Geir Magnússon
Keflavík gegn Njarðvík í umspilinu - Ólík tímabil hjá grönnunum
Lengjudeildin
Úr viðureign milli liðanna á síðasta ári.
Úr viðureign milli liðanna á síðasta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Sigfússon er markahæstur Keflvíkinga.
Kári Sigfússon er markahæstur Keflvíkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflvíkingar þurfa að hafa góðar gætur á Oumar Diouck.
Keflvíkingar þurfa að hafa góðar gætur á Oumar Diouck.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Twana verður með flautuna.
Twana verður með flautuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag miðvikudag klukkan 16:45 fer fram fyrri leikur Keflavíkur og Njarðvíkur í umspili Lengjudeildarinnar. Alvöru grannaslagur. Fyrri leikurinn verður á heimavelli Keflavíkur en sá seinni verður svo á sunnudag. Sigurliðið í einvíginu kemst í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli, þar sem barist verður um sæti í Bestu deildinni.

Hér má sjá upphitun fyrir grannaslaginn sem framundan er.

Lokastaðan í deildinni:

2. sæti - Njarðvík (50-25), 43 stig
Njarðvík var spáð sjötta sæti og þar með fyrir utan umspilið en liðið hefur verið í baráttunni um efsta sætið, sem gaf sæti beint upp í Bestu deildina. Það hefur verið mikil stemning hjá Njarðvíkingum sem voru í toppsætinu eftir 18 umferðir og áttu möguleika á að hirða það í lokaumferðinni.

5. sæti - Keflavík (53-39), 37 stig
Keflavík var spáð öðru sæti og baráttu um toppsætið en liðið hefur ekki staðið undir væntingum og var fyrir utan umspilið fyrir lokaumferðina. En þetta umspilsfyririrkomulag býður upp á þessa möguleika og eru grannarnir því með sama möguleika þó hægt sé að segja að þetta hafi verið ólík tímabil hjá þeim.

Fyrri viðureignir liðanna á tímabilinu

Keflavík 2 - 1 Njarðvík (6. september)
1-0 Eiður Orri Ragnarsson ('70)
2-0 Marin Mudrazija ('74)
2-1 Oumar Diouck ('94)
Lestu um leikinn

Njarðvík 3 - 1 Keflavík (26. júní)
0-1 Kári Sigfússon ('61 )
1-1 Björn Aron Björnsson ('77 )
2-1 Oumar Diouck ('79 )
3-1 Dominik Radic ('90 , víti)
Lestu um leikinn

Markaskorararnir

Keflavík - Kári Sigfússon 9 mörk í 22 leikjum
Keflvíkingar hafa ekki verið með afgerandi markaskorara í sumar en Kári Sigfússon er markahæsti leikmaður liðsins. Marin Mudrazjia og Muhamed Alghoul eru svo með sjö mörk hvor.

Njarðvík - Oumar Diouck 15 mörk í 21 leik
Belgíski Senegalinn hefur verið iðinn við kolann fyrir Njarðvík síðan hann kom til félagsins 2022. Hann var markahæstur í Lengjudeildinni í sumar ásamt Sigfúsi Fannari Gunnarssyni í Þór. Í Njarðvíkurliðinu er svo annar markaskorari, Dominik Radic, sem skoraði tólf mörk.

Oftast í liði umferðarinnar

Keflavík - Muhamed Alghoul (5)
29 ára sóknarleikmaður sem lék með Keflavík í Bestu deildinni 2023 og kom svo aftur til félagsins fyrir þetta tímabil. Getur verið ansi skeinuhættur á deginum sínum.

Njarðvík - Oumar Diouck (5)
Dominik Radic og bakvörðurinn Arnleifur Hjörleifsson fylgja Oumari á eftir og voru valdir fjórum sinnum.

Viðtöl við þjálfarana
   16.09.2025 17:30
Fóru á Laugardalsvöll í fyrra - „Sömu verðlaun fyrir að lenda í öðru sæti eða því fimmta“

   16.09.2025 14:30
„Alveg sama í hvaða keppni og íþrótt liðin mætast, þetta eru alltaf hörkuleikir“


Dómarinn:

Twana Khalid Ahmed
Aðstoðardómarar: Þórður Arnar Árnason og Antoníus Bjarki Halldórsson.
Varadómari: Arnar Þór Stefánsson.
Athugasemdir