Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 16. september 2025 23:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir Arsenal vera með besta hópinn - „Skylda að vinna eitthvað"
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Arsenal byrjar tímabilið í Meistaradeildinni vel eftir sigur á Villarreal í kvöld.

Félagið studdi vel við bakið á Mikel Arteta í sumar eftir að liðið hafnaði í 2. sæti þrjú ár í röð. Martin Zubimendi, Eberechi Eze, Viktor Gyökeres, Noni Madueke, Cristhian Mosquera og Christian Norgaard gengu til liðs við félagið í sumar.

Thierry Henry, goðsögn hjá Arsenal, sagði í Meistaradeildarþætti CBS í kvöld að lliðið þyrfti að vinna titil í ár.

„Eins og staðan er núna er ekkert lið með jafn breiðan hóp og Arsenal. Lið geta keppt við þá varðandi byrjunarliðið en ef þú horfir á hópinn er Arsenal nánast með tvö lið. „Sjáðu bekkinn í kvöld og það vantar Ödegaard, Havertz, Saka og Jesus. Liðið er vel útbúið til að keppa á öllum vígstöðum," sagði Henry.

„Það er skylda að vinna eitthvað núna, þú færð ekkert fyrir það að enda í 2. sæti. Þeir geta ekki talað um meiðsli, það er að gerast í öðrum liðum líka. Þeir eru með þennan hóp núna og það eru engar afsakanir. Liðið endaði í 2. sæti árið 1999 og svo tvö ár í röð eftir að ég kom. Svo unnum við tvennuna árið 2002."

„Ef ég væri í búningsklefanum væri ég að stefna á Englandsmeistaratitilinn. Ef þú ætlar að vinna titilinn verður þú að ná í hann, ekki spila til að tapa ekki leikjum," sagði Henry en Mikel Arteta var gagnrýndur fyrir leikaðferð liðsins gegn Liverpool á þessu tímabili.

„Ekki bara þá, ég vil fara aftur í leik gegn Aston Villa sem við töpuðum 2-0 heima. Hann tók framherja út af og setti varnarsinnaðan miðjumann inn á. Á þeim tímapunkti var hann að hugsa um að tapa ekki leiknum og við enduðum á að tapa. Ef við hefðum unnið þann leik hefðum við verið fyrir ofan Man City og hver veit hvað hefði gerst þá."
Athugasemdir
banner
banner