Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 17. september 2025 10:43
Elvar Geir Magnússon
Jackson má spila gegn Chelsea - Skorar hann gegn félaginu sem hann er bundinn?
Nicolas Jackson.
Nicolas Jackson.
Mynd: EPA
Þrátt fyrir að vera á láni hjá Bayern München frá Chelsea þá má sóknarmaðurinn Nicolas Jackson spila gegn Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld.

Samkvæmt reglum UEFA mega félög sem lána leikmenn ekki koma í veg fyrir að þeir spili gegn þeim í Evrópukeppnum. Í ensku úrvalsdeildinni eru reglurnar algjörlega öfugar; leikmenn á láni mega ekki spila gegn félögum sem þeir eru bundnir.

Reglur UEFA tengjast sérstökum reglum um heiðarleika í mótum þar sem önnur lið mega ekki hafa áhrif á hvernig þú stillir þínu liði upp.

Jackson var lánaður til Bayern í sumar en mikið fjaðrafok var í kringum skiptin. Chelsea hætti skyndilega við að hleypa honum burt eftir að Liam Delap meiddist. En á endanum kláruðust málin á gluggadeginum og Jackson fór.

Jackson er alls ekki ánægður með hvernig Chelsea stóð að málum og hefur sagt sínum umboðsmönnum að hann muni aldrei spila aftur fyrir félagið. Þá segja fjölmiðlar að hann sé ákafur í að skora gegn Chelsea í kvöld.

Jackson stóð ekki undir væntingum hjá Chelsea og var óvinsæll hjá mörgum stuðningsmönnum,.

Athugasemdir
banner