Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   mið 17. september 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Messi skoraði er Inter Miami náði fram hefndum
Mynd: EPA
Inter Miami fékk Seattle Sounders í heimsókn í MLS deildinni í Bandaríkjunum í nótt.

Liðin mættust í úrslitum Leagues Cup fyrr í þessum máuði þar sem Seattle hafði betur 3-0. Það sauð upp úr í þeim leik og Luis Suarez var dæmdur í bann fyrir að hrækja á starfsmann Seattle.

Hann var því fjarverandi í nótt en Jordi Alba, Lionel Messi, Sergio Busquets og Rodrigo De Paul voru á sínum stað í byrjunarliðinu.

Alba kom liðinu yfir, Lionel Messi bætti öðru markinu við og Ian Fray skoraði þriðja markið áður en Seattle náði að svara fyrir sig en 3-1 urðu lokatölur.

Inter Miami er í 5. sæti Austurdeildar með 49 stig eftir 27 umferðir. Liðið á þrjá leiki til góða á liðin fyrir ofan. Philadelphia Union er á toppnum, átta stigum á undan Miami.
Athugasemdir
banner
banner