Trent Alexander-Arnold fékk tækifæri í byrjunarliði Real Madrid gegn Marseille í fyrstu umferð deildakeppni Meistaradeildarinnar í gær.
Hann var hins vegar ekki lengi inn á því hann þurfti að fara af velli eftir fimm mínútna leik vegna meiðsla aftan í læri. Xabi Alonso, stjóri Real Madrid, hefur ekki miklar áhyggjur af meiðslunum.
Hann var hins vegar ekki lengi inn á því hann þurfti að fara af velli eftir fimm mínútna leik vegna meiðsla aftan í læri. Xabi Alonso, stjóri Real Madrid, hefur ekki miklar áhyggjur af meiðslunum.
Dani Carvajal kom inn á fyrir Alexander-Arnold en hann fékk rautt spjald í leiknum.
Það voru góðar fréttir fyrir Real Madrid að Eduardo Camavinga og Jude Bellingham voru í hópnum í gær eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. Alonso staðfesti að þeir verða klárir í slaginn á laugardaginn þegar Real fær Espanyol í heimsókn í spænsku deildinni.
Athugasemdir