
ÍR-ingurinn Reynir Haraldsson hefur lagt skóna á hilluna. Hann er þrítugur vinstri bakvörður sem lék lengstum með uppeldisfélaginu á sínum ferli. Hann lék einnig með HK, Létti og Fjölni á sínum ferli.
Reynir lék 283 KSÍ leiki og skoraði í þeim 27 mörk. Í sumar lék hann tólf leiki með Fjölni, skipti yfir í ÍR í glugganum lék og fimm leiki með liðinu seinni hluta móts. Alls urðu leikirnir í B-deild 100 og mörkin fimm.
Á sínum tíma lék Reynir fjóra leiki með U16 landsliðinu.
Reynir lék 283 KSÍ leiki og skoraði í þeim 27 mörk. Í sumar lék hann tólf leiki með Fjölni, skipti yfir í ÍR í glugganum lék og fimm leiki með liðinu seinni hluta móts. Alls urðu leikirnir í B-deild 100 og mörkin fimm.
Á sínum tíma lék Reynir fjóra leiki með U16 landsliðinu.
Fyrstu meistaraflokksleikirnir komu 2011 og þeir næstu eftir það árið 2013.
Reynir skipti yfir til Fylkis fyrir tímabilið 2015 en spilaði ekkert með liðinu og var lánaður til HK sumarið 2016. Eftir það tímabil sneri hann aftur í ÍR og var þar þangað til 2022 þegar Fjölnir keypti hann.
„Dear football.
Eftir höfðinu dansa limirnir - og þegar ástríðan dvínar þá gerir frammistaðan það líka. En djöfull var gaman," skrifar Reynir í færslu sinni.
Athugasemdir