Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 16. september 2025 19:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Trent þurfti að fara út af vegna meiðsla eftir fimm mínútna leik
Mynd: EPA
Tímabilið byrjar ekki vel hjá Trent Alexander-Arnold hjá Real Madrid en hann var í byrjunarliði liðsins gegn Marseille í Meistaradeildinni í kvöld.

Hann var hins vegar ekki lengi inn á því hann meiddist aftan í læri og Dani Carvajal kom inn á í hans stað eftir aðeins fimm mínútna lek.

Alexander-Arnold gekk til liðs við Real Madrid frá Liverpool í sumar en hann hefur verið í byrjunarliðinu í tveimur af fyrstu þremur leikjum Real í Meistaradeildinni.

Hann gæti snúið aftur á Anfield í nóvember ef meiðslin eru ekki alvarleg. Real Madrid heimsækir Liverpool í 4. umferð deildakeppni Meistaradeildarinnar þann 4. nóvember.

Marseille er komið yfir á Bernabeu en Timothy Weah skoraði eftir rúmlega 20 mínútna leik. Mason Greenwood lagði upp markið.
Athugasemdir
banner