Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. október 2018 11:00
Elvar Geir Magnússon
Félög í stærstu deildum Evrópu hafa áhuga á syni Gheorghe Hagi
Ianis Hagi spilar fyrir U21 landslið Rúmeníu.
Ianis Hagi spilar fyrir U21 landslið Rúmeníu.
Mynd: Getty Images
Ianis Hagi verður tvítugur í næsta mánuði en þessi rúmenski U21 landsliðsmaður hefur mikla hæfileika sem hann hefur ekki langt að sækja.

Gheorghe faðir hans var á sínum tíma einn allra besti sóknarmiðjumaður Evrópu og lék fyrir Barcelona og Real Madrid.

Ianis er keimlíkur föður sínum hvað varðar leikstíl og kom hann nafni sínu rækilega í umræðunni með frábærri aukaspyrnu fyrir U21 landslið Rúmeníu í vikunni.

Strákurinn spilar með Viitorul Constanta í heimalandinu en pabbi hans á félagið og er knattspyrnustjóri þess. Það ætti þó ekki að vera langt í að Ianis Hagi fljúgi úr hreiðrinu en félög í stærstu deildum Evrópu hafa áhuga á honum.

Reyndar fór Ianis til Fiorentina fyrir tveimur árum en það skref virðist hafa komið aðeins of snemma fyrir hann.

Í hlaðvarpsþætti BBC sem fjallar um Evrópufótboltann var Ianis Hagi til umfjöllunar.

„Hann er framúrskarandi leikmaður. Það er hægt að bera hann saman við Antonio Cassano eða Paul Gascoigne. Það eru alltaf að verða færri og færri svona leikmenn," segir Steve Crossman, íþróttafréttamaður á BBC.

„Það eru miklir hæfileikar í þessum strák. Hann er jafnvígur á báðar fætur og tekur hornspyrnur frá hægri og vinstri. Hann hefur skorað beint úr hornspyrnum. Þetta er leikmaður sem spennandi verður að fylgjast með á komandi árum."
Athugasemdir
banner
banner
banner